Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Pavarisa Yoktuan (17/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 14 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu og svo þær 5 sem urðu í 36. sæti þ.e. Karlin Beck, Nicole Jeray, Ani Gulugian og Ssu Chia Cheng og nú síðast Anne-Catherine Tanguay frá Kanada.

Nú verður haldið áfram og næst kynntar þær 4 sem deildu 32. sætinu en það eru: Su Oh; Demi Runas; Heather Bowie Young og Pavarisa Yoktuan.

Heather Bowie Young og Su Oh hafa þegar verið kynntar og í dag verður thaílenski kylfingurinn Pavarisa Yoktuan kynnt:

Pavarisa Yoktuan fæddist 3. maí 1994 í Thaílandi og er því 21 árs.

Þetta er í 2. skiptið sem Yoktuan tekur þátt í lokaúrtökumóti LPGA en henni hefir enn ekki tekist að vinna sér inn nema takmarkaðan þátttökurétt. Yoktuan hefir 3 sinnum sigrað á tælenska LPGA og hún gerðist atvinnumaður í golfi 2012.

Hún varð í 2. sæti á tælenska peningalistanum í fyrra 2015.

Hún hefir líka unnið á kínverska LPGA þ.e. CLPGA árið 2014.

Yoktuan segir að upphaldsgolfmóment hennar hafi verið að fylgjast með löndu sinni Pornanong Phatlum sigra á Dubai Ladies Masters.

Yoktuan er afar hjátrúarfull í golfinu. Það birtist m.a. í því að fyrir keppnishringi með oddatölu þá æfir hún aðeins með kylfum með oddatölu og þegar keppnisdagarnir eru sléttir þ.e. 2. hringur og lokahringurinn þá æfir hún sig með kylfum með sléttum tölum.

Yoktuan segir að uppáhaldskylfingur sinn sé norska frænka okkar Suzann Pettersen.