Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2016 | 09:00

PGA: Úff, lítið undan! Scott Brown með versta skorið á Farmers – fór úr 1. sæti í T-49!!!

Scott Brown er e.t.v ekki þekktasti kylfingurinn á PGA Tour.

Fyrir þá sem ekki þekkja hann var Golf 1 með kynningu á honum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:

Hann var í forystu á móti s.l. viku á PGA Tour, þ.e. Farmers Insurance Open, fyrir lokahringinn …  ásamt KJ Choi.

Brown lék fyrstu 3 hringina á ágætis skori (66 71 70) … en svo kom lokahringurinn og þá var bara spurning um það hvort Brown myndi takast að breaka 90 eins og hverjum öðrum meðalskussa, en ekki háklassakylfingi á PGA Tour!!!

Á fuglalausum hring sínum fékk Brown 11 skolla og 2 skramba, lék hringinn á 15 yfir pari, sem er algerlega ótrúlegt af PGA Tour kylfingi og vonandi að hann þurfi ekki sálfræðiaðstoð eftir og jafni sig fljótlega!

Eitt versta skor Brown á PGA Tour, 87 júmbóskor og T-49 vonbrigðisúrslit staðreynd!!!

Tja, munurinn milli 1. sætis og þess 49. ekki svo mikill á PGA Tour ef út í það er farið, það þarf ekki nema einn hring til, sem fer úrskeiðis.