Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Brian Davis (3/50)
Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50.
Sá sem varð í 48. sætinu og rétt slapp ínn á PGA Tour er Brian Davis.
Brian Davis fæddist í London, Englandi, 2. ágúst 1974 og er því 41 árs. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1994 og komst á Evróputúrinn 1997. Honum gekk vel fyrstu 6 árin og sigraði m.a. á Peugeot Open de Espana árið 2000.
Árið 2003, jafnvel þó hann hefði ekki unnið eitt mót, þá átti hann besta keppnistímabil sitt fram að því varð í 9. sæti á peningalistanum. Meðal hápunkta keppnistímabilsins var að hann varð T-6 á Opna breska risamótinu og varð í 3. sæti á Volvo Masters, jafnframt því að verða í 2. sæti í minni mótum og hann spilaði í liði Breta&Íra á Seve Trophy.
Annar sigur hans á Evrópumótaröðinni kom árið 2004 á ANZ Championship og seinna það ár varð hann fyrsti Englendingurinn til þess að verða í 1. sæti á lokaaúrtökumóti PGA Tour (sem nú eru aflögð.
Árið 2005 spilaði Davis bæði á PGA og á Evróputúrnum og árið þar á eftir einbeitti hann sér betur að PGA Tour og kom aðeins nokkrum sinnum til Evrópu á mót. Davis átti tvö góð keppnistímabil á PGA Tour 2007 og 2008 þar sem hann hélt sér á topp-100 en var aldrei mikið í sviðsljósinu. Besti árangur hans á þessu tímabili var 2. sætið á Legends Reno-Tahoe Open.
2009 var einnig stöðugt ár hjá Davis. Á því keppnistímabili var hann m.a. í 5. sæti á The Players Championship og Valero Texas Open, og eins varð hann í 2. sæti á HP Byron Nelson Championship á Rory Sabbatini. Hann lauk keppnistímabilinu með því að verða í 43. sætinu á peningalistanum.
Meðal þess sem er athyglisvert við Davis og vakti athygli á honum er að hann bað um að hann yrði vítaður um 2 högg í bráðabana við Jim Furyk á Verizon Heritage en þar var hann í góðri aðstöðu að vinna fyrsta sigur sinn. Þann sigur vildi Davis þó ekki byggja á svindli!
Davis hlaut mikla virðingu allra fyrir heiðarleikann, sem kostaði hann 1. sigurinn á PGA Tour, sem vonandi verður enn að veruleika þetta keppnistímabil.
Árið 2010 varð Davis m.a. 3 höggum á eftir í Crowne Plaza Invitational.
Davis hefir verið meðal efstu 50 á heimslistanum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
