Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2016 | 13:26

PGA: DaLaet skammar Pat Reed f. að draga sig úr móti

Patrick (Pat) Reed er ekki sá vinsælasti hvori meðal golfáhangenda né kylfinga á PGA Tour.

M.a. vegna stæla á golfvellinum og hegðunnar sinnar bæði utan og innan vallar (sjá t.a.m. meðfylgjandi mynd þar sem hann var með stæla við áhorfendur Ryder Cup 2014).

Og Reed var enn einu sinni umfjöllunarefni nú um helgina vegna þess að hann dró sig úr Farmers Insurance mótinu á Torrey Pines vegna meintra ökkla meiðsla.

Það var úrhelli og menn ekki ánægðir með fækkunina sem varð í hollinu og tók einn þeirra, kanadíski kylfingurinn Graham DeLaet til við að tjá sig um það á Twitter.

DaLaet skrifaði þannig eftirfarandi á Twitter:

1 „Þetta (spilið við aðstæðurnar erfiðu) var þreytandi.“

2  „Er einhver með símanúmer Pat Reed? Ég þarf að skamma hann fyrir að draga sig úr mótinu og skilja okkur tvo eftir í lokahópnum í brjáluðu veðri.“

3 „Nei ég var á 82 höggum vegna þess að ég hitti ekki 13 flatir og gat hvorki chippað eða púttað. En ég mun samt spila á morgun.“

Kjarni málsins: Maður dregur sig ekki úr móti! Sama þótt það sé vegna „smávægilegra“ ökklameiðsla, en menn voru reyndar ekki alveg að kaup þá skýringu Reed, enda ökklinn búinn að vera fínn fram að slæma veðrinu – en það að hann dró sig úr mótinu varð til þess að þeir kylfingar sem voru í ráshóp með Reed,  DaLaet og Scott Piercy urðu að bíða von úr viti, sem eins og allir kylfingar vita er fremur óþægilegt, sérstaklega í slæmu veðri og hefur eflaust komið niður á leik DaLaet, sem tókst að klára 3. hring við slæman leik; var á 82 höggum og neðstur af þeim sem komust gegnum niðurskurð!

Sjá má stöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: