GR: Auðbjörg á besta skorinu á 2. púttmóti GR-kvenna!
Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur má lesa eftirfarandi frétt frá kvennanefnd GR:
„Um 130 konur mættu í Korpuna á annað púttkvöld okkar GR kvenna á þessum vetri og skorið gaf alveg til kynna hvað er í vændum; hækkandi sól og skemmtilegar stundir á golfvellinum.
Það er ljóst að við GR konur komum ákafar til leiks á þessu ári og ætlum okkur stóra hluti á golfvellinum. Mest er þó um vert að hittast og halda hópinn, spjalla og spá og það gerum við á púttkvöldunum og það mun örugglega skila okkur meiri samheldni og þar með ánægjulegri samveru á golfvellinum.
En að skorinu, það var Auðbjörg Erlingsdóttir sem átti besta hring kvöldsins, fór á 26 höggum, „high five“ fyrir því 🙂 og margar aðrar áttu mjög góðan leik. Að loknum tveimur kvöldum er afar mjótt á munum, Guðrún Garðars, Edda Gunnarsdóttir og Hafdís Helgadóttir eru jafnar á 57 höggum en fast á hæla þeirra fylgja aðrir kylfingar svo allt getur gerst enda nóg eftir. Það eru fjórir bestu hringirnir sem telja til púttmeistara GR kvenna og enn er tími fyrir fleiri til að slást í hópinn.
Næsta púttkvöld verður á þriðjudaginn, 2. febrúar , hlökkum til að sjá ykkur sem flestarogminnum á að húsið opnar kl. 17.30.
Til að auðvelda okkur vinnuna við að skrá skor þá væri vel þegið að fá skorkortin vel merkt og undirrituð af leikmanni og ritara og fyrir þær sem ekki hafa greitt þá kostar 4000 kr að taka þátt í mótaröðinni (8 skipti). Við höfum ekki posa svo takið með ykkur seðla.
Og talandi um púttmeistara. Púttmeistari GR kvenna 2016 verður krýndur laugardaginn 12.mars nk. á veglegu skemmtikvöldi í Korpunni. Endilega takið kvöldið frá!
Meðfylgjandi er skorið að loknum tveimur púttkvöldum
Kær kveðja,
Kvennanefndin„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
