Magnús Birgisson, golfkennari, að kenna ungum kylfingi undirstöðuna í SNAG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2016 | 11:00

GO: Æfingar fyrir börn á laugardögum

Golfklúbburinn Oddur mun standa fyrir skipulögðum æfingum fyrir börn í ár og hófust æfingar í gær laugardaginn, 30. janúar. Um er að ræða æfingar fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í golfíþróttinni, farið á golfnámskeið eða hafa áhuga á að kynnast íþróttinni frekar.

Æfingarnar fara fram einu sinni í viku – kl. 10:00 á laugardögum. Æfingarnar verða í nýrri inniaðstöðu GO í Miðhrauni 2 í Garðabæ. Enn má skrá sig á æfingarnar og má komast inn á skráningarlink með því að SMELLA HÉR: 

Verð á mánuði er kr. 8.000

Golfkennsla verður í höndum þeirra Magnúsar Birgissonar og Phill Hunter hjá MP Golf.

Nánari upplýsingar veitir Jón Júlíus Karlsson í síma 565-9092 eða með pósti á jonjulius@oddur.is