Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2016 | 09:00

Evróputúrinn: Grace vann golfsögulegan sigur í Qatar!

Branden Grace frá Suður-Afríku sigraði á Commercial Bank Qatar Masters, í  Doha golfklúbbnum í Qatar í gær 30. janúar 2015, eftir stórglæsilegan lokahring upp á 69 högg.

Hann varð fyrsti kylfingurinn í golfsögunni til þess að verja titil sinn í Qatar Masters mótinu.

Grace hóf lokahringinn 2 höggum á eftir þeim kylfingi sem búinn var að vera í forystu allt mótið, Skotanum Paul Lawrie, sem átti afleitan lokahring upp á 78 högg meðan allir 4 hringir Grace voru á eða undir  70.

Sigurskor Branden Grace var 14 undir pari, 274 högg  (70 67 68 69) og þetta var 7. sigur hans á Evrópumótaröðinni.  Eftir hringinn sagði Grace m.a.: „Þetta er frábært. Mér er eiginlega orða vant. Það var stórt að koma hingað til að verja titilinn. Að ná því undir beltið að verja titilinn er nokkuð sem mig hefur dreymt um.

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir voru þeir Rafa Cabrera-Bello og Thorbjørn Olesen á samtals 12 undir pari, hvor.

Paul Lawrie hafnaði í 13. sæti e.t.v. viðeigandi ólukkutala!

Til þess að sjá hápunkta 4. hringsins á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: