Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2016 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Jesús og Móses voru að spila golf á himnum þegar þeir koma að par-3 17. holunni, sem er frekar löng yfir vatn og með eyjaflöt.

Móses tíar upp og notar 3-tré á slær á flöt.

Jesús tekur út 5-járn og segir. „Ég ætla að slá með 5-járni vegna þess að Arnold Palmer myndi slá með 5-járni héðan.“

Jesús tár upp og slær högg sem lendir 8 metra frá flöt og í vatnshindruninni.

Jesús snýr sér að Móses og segir: „Hvað segirðu um að kljúfa vatnið þannig að ég geti spilað boltnaum mínum þaðan sem hann liggur.“

Móses svarar: „Ekki séns. Þú varst svo vitlaus að nota ranga kylfu vegna þessarar Arnold Palmer aðdáunnar þinnar og ég ætla sko ekki að kljúfa vatnið!“

Jésu ypptir öxlum gengur þess í stað á vatninu þangað sem boltinn stakkst niður. Og þá allt í einu kemur næsta holl á eftir og sér Jesú gangandi á vatninu.

Einn af þeim spyr Móses: „Hver heldur hann eiginlega að hann sé, Jesús Kristur?“

 

Móses snýr sér við og svarar: „Nei, hann heldur að hann sé Arnold Palmer!“