Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2016 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Patrick Rodgers (2/50)

Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50.

Sá sem varð í 49. sætinu og rétt slapp ínn á PGA Tour er Patrick Rodgers.

Patrick Rodgers fæddist 30. júní 1992, í Avon Indiana og því 23 ára.

Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu var við nám í Stanford University í Kaliforníu í 3 ár (en meðal þekktra kylfinga, sem lært hafa við háskólann eru Tiger Woods og Michelle Wie).

Á háskólaárum sínum vann hann í einstaklingskeppnum 11 sinnum og jafnaði þar með metvinningsfjölda sem Tiger átti einn áður.

Rodgers fékk Ben Hogan Award og var nr. 1 á heimslista áhugamanna í 16 vikur árið 2014.

Hann gerðist atvinnumaður í júní 2014 og fékk að spila á PGA Tour í boði styrktaraðila. Hann vann sér inn nógu mikinn punktafjölda að hann hlaut þátttökurétt í  Web.com Tour Finals. Hann lauk keppni jafn öðrum í 8. sæti þ.e. T-8  á Nationwide Children’s Hospital Championship. Allt í allt lauk hann keppni í 58. sæti í  Web.com Finals og vann sér inn nóg til þess að hljóta kortið sitt í 2. deildinni þ.e. Web.com keppnistímabilið 2015.    Í 2. deild vann hann þegar 2. mótið á keppnistímabili Web.com mótaraðarinnar, þ.e. Pacific Rubiales Colombia Championship. Eins varð hann  T-2 í Wells Fargo Championship, móti á PGA Tour, sem hann fékk þátttökurétt í á grundvelli boðs styrktaraðila.

Rodgers hlaut því „sérstakan tímabundin þátttökurétt“ á PGA Tour árið 2015 eftir frábæran árangur á Memorial Tournament. Rodgers varð í 24. sæti á peningalista Web.com Tour og hlaut því kortið sitt á PGA Tour árið 2015-2016.  Það verður gríðarlega spennandi að fylgjast með þessum unga og efnilega bandaríska kylfingi.