Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2016 | 17:35

Tiger og Rory tía e.t.v. upp saman á Opna írska í vor!

Tiger Woods hefir verið boðið að taka þátt í Dubai Duty Free Irish Open sem fram fer í K Club á Írlandi 19.-22. maí n.k.

Ef hann verður búinn að ná sér ætlar Tiger að keppa og fær hann þá að tía upp við hlið Rory McIlroy á Palmer vellinum í hinni gullfallegu County Kildare.

Til þess að halda upp á 10 ára afmæli Ryder Cup á staðnum þá bauð Evróputúrnum 2006 liðum Evrópu og Bandaríkjunum 2006 að taka þátt, sem og fyrirliðum liðanna þeim Ian Woosnam og Tom Lehman.

Rory verður gestgjafi og það virkar eflaust sem segull á marga bestu kylfinga heims.

Það sem er líka gott við tímasetningu mótsins er að hún fellur beint á milli The Players Championship og Memorial Tournament áPGA Tour.

Woods þekkir vel til á Írlandi sem og  K Club, þar sem hann hefir m.a. spilað með góðum vini sínum Mark O’Meara. Hann sigraði líka á WGC Amex Championship í Mount Juliet árið 2002.

Tiger vinnur hörðum höndum að koma sér í keppnishæft form eftir bakuppskurð og stefnir að því að snúa aftur til keppni á The Masters risamótinu í apríl – síðasta mót sem hann tók þátt í var í ágúst.