Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2016 | 17:00

PGA: Scott Brown og Andrew Loupe efstir á Farmers – Hápunktar 1. dags

Í gær hófst Farmers Insurance Open á Torrey Pines í La Jolla.

Eftir 1. keppnisdag eru tveir kylfingar efstir og jafnir; þeir Scott Brown og Andrew Loupe; báðir frá Bandaríkjunum.

Þeir léku báðir á 6 undir pari, 66 höggum.

Þriðja sætinu deila 5 kylfingar: Billy Horschel, Rob Oppenheim (sem rétt slapp inn á PGA Tour og var kynntur í gær, í nýrri greinaröð hér á Golf 1), Patton Kizzire (sem varð efstur af nýju strákunum á PGA Tour); Tom Hoge og Harold Varner III.

Þeir voru allir höggi á eftir forystumönnunum tveimur; þ.e. léku á 5 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: