LPGA: 7 deila efsta sætinu e. 1. dag á Baham- as – Wie stungin af bíflugu – Inbee hætti keppni
Michelle Wie var stungin af býflugu í gær á fyrsta móti ársins á LPGA, Pure Silk-Bahamas LPGA Classic.
Sú sem er í 2. sæti á heimslistanum Inbee Park dró sig úr mótinu eftir 2. versta hring á ferli sínum, en Inbee þjáðist af bakmeiðslum allan hringinn, eins og þið vitið hver…
Inbee var á 80 snjókerlingahöggum! Hún er þegar búin að tilkynna að hún taki ekki þátt í Coates Golf Championship í næstu viku í Flórída.
Býflugan stakk Wie í höndina á 16. holu, sem var 7. holan hennar í Ocean Club; hún fékk 3 skolla á seinni 9 en kláraði samt hringinn á 3 yfir pari, 76 högg og er 8 höggum á eftir forystukonunum, sem eru hvorki fleiri né færri en 7: Paula Creamer, Charley Hull, Alison Lee, Ashlan Ramsey, Catriona Matthew, Mika Miyazato og Haru Nomura.
Jennifer Johnson og Min Seo Kwak deildu 8. sætinu á 69 höggum, hvor.
Til að fylgjast með á Pure Silk-Bahamas LPGA Classic en 2. hringur er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
