Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Su Oh (16/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 14 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu og svo þær 5 sem urðu í 36. sæti þ.e. Karlin Beck, Nicole Jeray, Ani Gulugian og Ssu Chia Cheng og nú síðast Anne-Catherine Tanguay frá Kanada.

Nú verður haldið áfram og næst kynntar þær 4 sem deildu 32. sætinu en það eru: Su Oh; Demi Runas; Heather Bowie Young og Pavarisa Yoktuan.

Heather Bowie Young hefir þegar verið kynnt og í dag verður Su Oh kynnt

Su-Hyun Oh fæddist í Busan, Suður-Kóreu 23. maí 1996 og er því 19 ára. Hún er hins vegar með ástralskan ríkisborgararétt og hluti af ástralska golflandsliðinu frá árinu 2013.

Su Oh var það ár, 2013, hæst rankaði áhugamaðurinn í heiminum.

Oh hefir spilað golf frá því að hún var 9 ára. Árið 2009, þegar hún var 12 ára, var hún yngsti leikmaðurinn til að taka þátt í og hljóta keppnisrétt á  Women’s Australian Open. Hún varð T-2 á Australian Ladies Masters árið 2013, móti sem mótshaldarar voru bæði ALPG Tour og Ladies European Tour.

Oh gerðist atvinnumaður haustið 2014. Hún komst á lokastig LPGA Q-school en tókst ekki að fá fullan keppnisrétt, en getur samt spilað í 2. deildinni á Symetra Tour.  She made it to the final stage of the 2014 LPGA Qualifying School, but failed to earn an LPGA Tour card, leaving her with eligibility on the satellite Symetra Tour.

Oh varð í 2. sæti á fyrsta mótinu sem hún tók þátt í sem atvinnumaðu, en það var í fyrra, 2015,  Oates Victorian Open, en síðan viku síðar sigraði hún í aðeins 2. starti sínu í stórmóti þ.e. Volvik RACV Ladies Masters í Ástralíu. Fyrir þann árangur vann hún sér inn 2 ára keppnisrétt á LET!

Þess mætti loks geta að Oh og Ko eru miklar vinkonur

Sigrar Oh sem áhugamanns: 
2010 Victorian Girls Championship
2011 Aaron Baddeley International Junior, GNJGF Junior Masters
2012 Australian Girls’ Amateur, Srixon International Junior Girls Classic, Dunes Medal, Port Phillip Open Amateur & Victoria Amateur
2013 Lake Macquarie Amateur, Port Phillip Open & Victorian Amateur
2014 WA 72 Hole Stroke Play