Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2016 | 10:20

Evróputúrinn: Olesen tekur þátt í Perth

Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen mun taka þátt í  Perth International, móti Evrópumótaraðarinnar, 25.-28. febrúar þ.e. eftir mánuð og mun þar með leitast við að verja titil sinn í Lake Karrinyup Country Club.

Sigurinn í Perth á síðasta ári var 2. sigur Olesen á Evrópumótaröðinni og síðan þá hefir hann einnig bætt við 3. titlinum á Alfred Dunhill Links Championship á St Andrews s.l. október.

Ég á nokkrar frábærar minningar frá síðustu heimsókn minni til Perth og ég hlakka virkilega til að verja titilinn á Lake Karrinyup,“ sagði Olesen.

Aðrir þekktir kylfingar sem tilkynnt hafa um þátttöku í mótinu er m.a. franski kylfingurinn Victor Dubuisson.

Hann sagði eftirfarandi: „Ég sótti vel að Thorbjörn á lokahringnum síðasta sinn svo vonandi næ ég yfirhöndinni þetta skiptið. Lake Karrinyup er yndislegur völlur og ég hlakka til að koma aftur.“