Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 14:00

NÝTT!!! Nýju strákarnir á PGA Tour 2016

Nú fara engin úrtökumót fram til þess að komast inn á PGA Tour heldur eru í raun aðeins þeir sem hafa spilarétt á Web.com mótaröðinni 2. deild PGA, sem öðlast rétt til að spila á PGA Tour.

Á keppnistímabilinu 2015-2016 voru 50 kylfingar sem hlutu kortin sín.

Þeir sem efstir eru á peningalista Web.com og þeir sem staðið hafa sig best í 4 móta mótaröð,  sem markar lok keppnistímabilsins á Web.com Tour þ.e. Web.com Finals, færast upp í 1. deild þ.e. sjálfa PGA Tour.

Í fyrrahaust voru 50 „nýir“ kylfingar sem komust þannig á PGA Tour – nýir er haft innan gæsalappa, því oft eru þetta gamlar kempur að endurnýja kortin sín með þessum hætti.

Til þess að rifja upp hvað Web.com Tour Finals eru þá er það þannig að í ársbyrjun 2013 breyttust reglurnar um hverjir kæmust inn á og hlytu keppnisrétt á sterkustu mótaröð heims: PGA mótaröðina. Nú er orðið mun erfiðara að komast inn á PGA mótaröðina en áður.

Í mjög einfölduðu máli þá eru það 50 kylfingar sem á ári hverju hljóta keppnisrétt á PGA Tour.

Eftir sem áður eru það 25 efstu á peningalista 2. deildar PGA þ.e. Web.com Tour sem hljóta keppnisrétt á PGA Tour.

75 efstu á peningalista Web.com Tour og þeir sem urðu í 126.-200. sæti á peningalista PGA Tour + plús þeir sem eru með jafnmörg stig og þeir sem eru í 126.-200. sæti á PGA Tour keppa síðan um önnur 25 sæti á PGA Tour á 4 móta mótaröð sem ber heitið Web.com Tour Finals.

Sjá má þá 50 sem komust inn á PGA Tour keppnistímabilið 2015-2016 með því að SMELLA HÉR:  …. og mun Golf 1 nú kynna hvern og einn þessara 50 kylfinga.

Efstir urðu tveir kylfingar þeir Patton Kizzire, sem var efstur á peningalista Web.com Tour eftir öll 25 mót mótaraðarinnar og eins Chez Reavie, sem var efstur á peningalistanum í 4 móta mótaröðinni Web.com Tour Finals.  Þeir báðir hafa fullan keppnisrétt á PGA Tour og hafa m.a. þátttökurétt á Players Championship í maí.

Líkt og áður verður byrjað á þeim sem rétt skreið inn í 1. deild … að þessu sinni var það Rob Opperman en aðeins munaði $ 101 í vinningsfé á honum og þeim, sem varð í 51. sætinu. Oft bara hársbreidd sem skilur milli lífs og dauða í golfinu!