Belgískur kylfingur sakar PGA Tour um að „photoshop-a“ mynd af sér
Belgíski kylfingurinn Thomas Pieters, 23 ára, er kominn á topp-60 á heimslistann eftir að hafa orðið í 2. sæti á Abu Dhabi HSBC Golf Championship, móti Evróputúrsins, sl. helgi.
Ef svo heldur sem horfir gæti Pieters áunnið sér sæti á The Masters og farið að spila reglulega á PGA Tour mótum, sem vonandi er því hér er mikill hæfileikakylfingur á ferð.
En Pieters hefir nú vakið athygli á sér með því að „saka“ bandaríska PGA Tour um að „betrumbæta“ ljósmynd af sér.
Þannig skrifaði hann á fésbókarsíðu sína:
„Guess the PGA Tour doesn’t like my curly hair, so they gave me a photoshop haircut…“
(Lausleg þýðing: Get mér þess til að PGA Tour líki ekki við krullað hár mitt, þannig að þeir photoshop-uðu klippingu mína…“)
Á meðfylgjandi mynd má sjá photoshopuðu PGA Tour myndina af Pieters til vinstri en sú til hægri er upprunalega myndin.
Okkur hér á Golf 1 finnst hægri myndin (sú upprunalega) mun fallegri af Pieters en sú vinstra megin falla e.t.v. betur að „bandarískum smekk“ þannig að PGA Tour hefir eflaust bara ætlað að fegra Pieters og gera honum greiða! Örugglega ekki illa meint!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
