Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2016 | 18:00

Tiger og Amanda – eitthvað milli þeirra?

„Where there are sparks there´s usually fire!“  – enskt orðatiltæki.  Neisti hefur í sér að verða að báli.

Nú er orðið deginum ljósara er að fyrrum meint hjákona Tiger Woods, Amanda Boyd Dufner, hefir keypt hús í Jupiter, Flórída, sem er aðeins nokkrar mílur frá höll Tiger!

Amanda keypti 3-svefnherbergja hús sitt sem einnig er með 3 baðherbergi og er 3000 ferfet á $675,000 í maí 2015.

Nýja hús Amöndu er aðeins 9 mílur frá 50.000 ferfeta höll Tiger við ströndina,“ sagði heimildarmaður.

Bæði hafa Amanda og Tiger borið tilbaka orðróm um að eitthvað sé milli þeirra og þau hafa ekkert sést saman nýlega en vinir beggja segja að „það sé enn eitthvað í gangi milli þeirra beggja.“

Því var fleygt að þau hefðu átt í heitu ástarsambandi s.l. vor og þess vegna hafi samband Tiger við skíðadrottninguna Lindsey Vonn lokið auk þess sem Amanda fékk skilnað frá eiginmanni sínum Jason Dufner, 38 ára.

Það er eittvað á milli þeirra Amöndu og Tiger,“ sagði einn „vinur“.  „Hún er frá Alabama og bara svona af tilviljun flyttst hún til Jupiter í Flórída og kaupir þar að auki hús aðeins nokkrar mílu frá Tiger í miðju heita ástarsambandinu?

Amanda er daðrari og Tiger hefir alltaf verið veikur fyrir henni og getur ekki staðist hana,“ bætti „vinurinn“ við. „Amanda veit það og mér myndi ekki koma á óvart ef það sé planið hjá henni að verða næsta Frú Tiger Woods.“