Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Stenson dregur sig úr Qatar Masters

Henrik Stenson hefir dregið sig úr Qatar Masters, sem hefst í næstu viku.

Hann kvartaði undan verkjum í hné og fæti í Abu Dhabi HSBC Golf Championship.

Stenson gekkst undir skurðaðgerð á hægra hné eftir að hann varð í 2. sæti á eftir Marc Leishman í Nedbank Golf Challenge í Suður-Afríku í s.l. mánuði (desember 2015).

Þá rétt náði hann að bjarga sér í slétt par, 72 högg, þara sem hann fékk 3 fugla í röð fyrst á 15. holu.

Hann viðurkenndi að hann væri langt frá því að vera í fullkomnu formi eftir 3. hrig á Abu Dhabi HSBC mótinu, en er samt að klára það mót í dag.