Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2016 | 06:30

PGA: Dufner leiðir í hálfleik á CareerBuilder Challenge in pwt Clinton Foundation – Hápunktar 2. dags

Erfiðisvinna og miklar æfingar Jason Dufner eru að skila honum þangað sem hann er kominn nú – í efsta sæti á PGA Tour móti í hálfleik …. í hálfleik …. aðeins hálfur sigur unninn.

Hann er búinn að leiða báða fyrstu keppnisdagana – spurning hvort hann haldi það út, klári?

Dufner er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 129 höggum (64 65).

Dufner átti erfitt ár í fyrra, enda ýmislegt búið að ganga á í einkalífinu, m.a. skilnaðurinn við Amöndu eiginkonu hans, sem orðuð var við að hafa átt vingott við Tiger Woods, þó það hefði síðan verið borið tilbaka, af beggja hálfu.

Á hæla Dufner í CareerBuilder Challenge kemur síðan landi hans, Jamie Lovemark á samtals 14 undir pari. Hópur 5 kylfinga þar sem í eru m.a. Íslandsvinurinn Anirban Lahiri frá Indlandi og sá sem á titil að verja Bill Haas eru síðan í 3. sæti á samtals 12 undir pari. Síðan er hópur 7 kylfinga sem deilir 8. sætinu en þar má m.a. finna kempur á borð við Angel Cabrera og Phil Mickelson.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag CareerBuilders Challenge SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á CareerBuilders Challenge SMELLIÐ HÉR: