Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2016 | 22:00

Evróputúrinn: Spieth sektaður fyrir of hægan leik í Abu Dhabi

Jordan Spieth var sá fyrsti af forystukylfingunum í Abu Dhabi HSBC Golf Championship, sem hlaut sekt fyrir of hægan leik nú í dag á 1. keppnisdegi mótsins.

Svo var dæmt að Nr. 1 (á heimslistanum – þ.e. Jordan Spieth) hefði gefið sér of langan tíma við fuglapútt sitt á par-5 8. holunni – sem var 17. hola hans 1. keppnisdaginn.

Það var yfirgolfdómari mótsins, John Paramor, sem dæmdi víti á Spieth og voru honum tjáð tíðindin þegar hann var á leið að lokaholunni þennan dag, þ.e. 9. holu (18. holu Spieth).

Evróputúrinn tilkynnti s.l. miðvikudag að gengið yrði harðar eftir að nýjum reglum, gegn of hægum leik, yrði framfylgt. Sjá má umfjöllun SKY Sports um reglurnar með því að SMELLA HÉR:

Við of hægum leik eru kylfingar mótsins sektaðir um  £2,000 (þ.e. u.þ.b. 370.000 íslenskar krónur); en Spieth á víst meira en nóg fyrir þeirri sekt (en tekjur hans eru lauslega áætlaðar $ 53 milljónir  (þ.e. 6,9 milljarðar íslenskra króna bara á síðasta ári!)

Sjá má umfjöllun Golf Channel um sekt Spieth fyrir of hægan leik SMELLIÐ HÉR: