Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2016 | 17:00

GA: Parketlögn hafin í golfskálanum

Á vefsíðu Golfklúbbs Akureyrar (GA) er að finna eftirfarandi frétt:

Vinna er langt komin í golfskálanum á Jaðri. Upp á síðkastið hefur vösk sveit GA félaga unnið við það að fjarlægja gamla bláa teppið, mála, rífa niður veggi og ýmislegt annað.

Í gær var svo hafist handa við parketlögnina og er óhætt að segja það að salurinn er farinn að líta virkilega vel út og mikil breyting til hins betra á salnum.

Við erum alveg afskaplega heppin hér í GA að eiga svona öfluga og flotta kylfinga sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir klúbbinn sinn.

Allar þessar framkvæmdir eru unnar í sjálfboðavinnu og fáum við þeim seint þakkað fyrir sitt frábæra starf.“