Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2016 | 15:00

EPD: Þórður Rafn lauk leik T-13 í Egyptalandi – lék lokahringinn á 69!!!

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk keppni á Red Sea Egyptian Classic í dag T-13 þ.e. hann deildi 13. sæti með 3 öðrum kylfingum, sem verður að teljast glæsilegur árangur!

Þórður Rafn lék á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (77 72 69); fékk 5 fugla og 2 skolla á lokahringnum í dag, sem jafnframt var hans besti, en leikur Þórðar Rafns fór sífellt batnandi!

Sigurvegari mótsins varð Antoine Schwartz frá Frakklandi á samtals 6 undir pari.

Næsta mót Þórðar Rafns er í Sokhna og hefst eftir 4 daga þ.e. 25. janúar, en það er Red Sea Ain Sokhna mótið og mun Þórður Rafn því dvelja í Egyptalandi í viku í viðbót.

Sjá má lokastöðuna á Red Sea Egyptian Classic með því að SMELLA HÉR: