Evróputúrinn: Bryson DeChambeau leiðir í Abu Dhabi snemma 1. dags
Þrátt fyrir stjörnuprýdda sveit kylfinga sem þátt taka í Abu Dhabi HSBC Golf Championship, þar sem m.a. nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth tekur þátt, þá er það 22 ára ungur, fremur óþekktur kylfingur, Bryson DeChambeau, sem tekið hefir forystuna.
Nr. 1 og nr. 3 á heimslistanum eru komnir í hús þ.e. Jordan Spieth (á 4 undir pari 68 höggum) og Rory McIlroy (á 6 undir pari 66 höggum) …. en samt á DeChambeau 2 högg á Rory; hann er efstur á 8 undir pari, 64 höggum!
Sjá má stöðuna á Abu Dhabi HSBC Golf Championship með því að SMELLA HÉR:
Þó margir eigi eftir að ljúka keppni þá er óhætt að fullyrða að það verða afar fáir sem ná DeChambeau!
Að kynna þennan unga, sterka, bandaríska kylfing sem DeChambeau er, er efni í aðra grein.
Hér skal látið nægja að tiltaka það sem er svo afar sérstakt við þennan 22 ára stjörnukylfing, sem enn er í eðlisfræði í Southern Methodist University og í bandaríska háskólagolfinu:
Öll járnin í poka hans eru jafnlöng, 37,5 tommur og hann spilar eftir golfkennslubók sem er í miklu uppáhaldi hjá honum og nefnist The Golfing Machine en sú bók er eftir Horner Kelley. Bókin er afar áhugaverð lesning fyrir hvaða kylfing sem er en þar er golf m.a. skilgreint sem G.O.L.F. (geometrically Oriented Linear Force) 🙂
Sjá má það sem er í poka DeChambeau með því að SMELLA HÉR:
Svo kemur ekki að sök að DeChambeau þykir afar sætur og hefir alla burði í að verða næsta nýja stórstjarnan í bandarísku golfi.
Leggið nafnið Bryson DeChambeau á minnið og munið hvar þið heyrðuð og sáuð það fyrst í golffréttamiðli á Íslandi!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
