Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Ssu Chia Cheng (12/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 9 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; en væntanlega hamingjusamar með að hljóta spilarétt og síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu.

Næstar verða kynntar þær 5 stúlkur sem deildu 36. sætinu og voru allar með heildarskor eftir 5 hringi upp á slétt par. Þetta eru þær Karlin Beck, Nicole Jeray og Ani Gulugian frá Bandaríkjunum; Anne-Catherine Tanguay frá Kanada og Ssu Chia Cheng frá Tapei höfuðborg Taíwan.

Karlin Beck og Ani Gulugian hafaþegar verið kynntar og í dag verður Ssu Chia Cheng kynnt til sögunnar.

Ssu Chia Cheng fæddist 28. október 1998 og er því 17 ára.  Hún vann sinn fyrsta LET titil aðeins 17 ára þ.e. nú í haust í heimaríki sínu, en þetta var í fyrsta sinn sem mótið var haldið þ.e. Xiamen Open, en það telst hluti af Evrópumótaröð kvenna.  Nýliðaár Ssu Chia var í fyrra, 2015 og hún varð nr. 14 á peningalistanum á LET.

Ssu Chia hefir spilað í 9 mótum á LPGA og besti árangur hennar þar er T-15 á Fubon LPGA Taiwan Championship 2014.

Hún hefir þegar sigrað á 4 mótum á TLPGA þ.e. LPGA í Taíwan.

Hér má sjá myndskeið með myndum af Ssu Chia, sem er oft kölluð Scarlett og eins fallegri sveiflu hennar SMELLIÐ HÉR: