Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2016 | 05:55

Fowler og Spieth vinna McIlroy og Stenson í „hraðgolfi“ á „golfhjólabrettum“ í Abu Dhabi – Myndskeið

Fyrir stórmót eins og Abu Dhabi HSBC Championship sem hefst í dag í Abu Dhabi í Sameinuðu furstadæmunum er venja að efna til allskyns uppákoma til þess að auglýsa mótið.

Eitt af því sem gert var nú í ár var smákeppni milli „liðs Bandaríkjanna“ sem samanstóð af Rickie Fowler og Jordan Spieth og „liðs Evrópu“ þ.e. Rory McIlroy og Henrik Stenson.

Þetta var hreint skemmtigolfmót, einskonar hraðgolfmót þar sem keppendur ferðuðust milli teiga á „golfhjólabrettum.“

Til að gera langa sögu stutta sigraði lið Bandaríkjanna.

Sjá má mótið á myndskeiði sem sjá má með því að SMELLA HÉR: