Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 20:25

Frábært jafnvægi í golfbrelluhöggi

Nú eru flestir bestu karlkylfingar Evrópu komnir til Abu Dhabi en þar hefst á morgun Abu Dhabi Golf Championship.

Flestir hafa verið duglegir að æfa á æfingasvæðinu.

Einn kylfingurinn á Evróputúrnum, Chris Wood náði frábæru brelluhöggi manns að nafni Kevin Carpenter, sem var að leika sér á æfingasvæðinu.

Það sem er svo frábært við höggið er jafnvægið sem Carpenter hefir, en hann stendur á stærðarinnar æfingagúmmíbolta með tvær kylfur í hendi, framkvæmir svo höggið án þess að missa jafnvægið og detta af boltanum. Flestir ættu nóg með að halda sér á boltanum og halda jafnvægi!

Wood tók höggið upp á farsíma sínn og má sjá það með því að SMELLA HÉR: