Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Ani Gulugian (11/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 9 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; en væntanlega hamingjusamar með að hljóta spilarétt og síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu.

Næstar verða kynntar þær 5 stúlkur sem deildu 36. sætinu og voru allar með heildarskor eftir 5 hringi upp á slétt par. Þetta eru þær Karlin Beck,  Nicole Jeray og Ani Gulugian frá Bandaríkjunum; Anne-Catherine Tanguay frá Kanada og Ssu Chia Cheng frá Tapei.

Karlin Beck hefir þegar verið kynnt og í dag verður Ani Guiugian kynnt til sögunnar.

Ani Gulugian fæddist í Mission Viejo þann 25. janúar 1992 og er því 23 ára .  Hún er frá Irvine, Kaliforníu og býr þar.

Ani útskrifaðist nú nýlega frá UCLA með próf í sögu og spilaði sem nýliði á Symetra Tour 2015; varð m.a. í 34. sæti á Volvik Race for the Card peningalistanum. Hún varð þrívegis meðal efstu 10.

Til þess að sjá afrek Gulugian í bandaríska háskólagolfinu með UCLA SMELLIÐ HÉR:

Ani Gulugian er sú fyrsta af armensku bergi brotin sem keppir á LPGA.

Uppáhaldsíþróttamaður hennar er Ronda Rousey.

Systir Ani, Ari,spilar enn í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Arizona.