Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 17:00

Meginmarkmið Spieth 2016: Að vinna Ryder bikarinn

Nokkrar umræður hafa skapast meðal bandarískra kylfinga hvort þeir mundu frekar vilja vinna Ryder bikarinn eða risamót.

Jordan Spieth er einn þeirra kylfinga sem hefur tjáð sig um málið.

Hann er einn þeirra sem vill sjá lið Bandaríkjanna vinna Ryder bikarinn og vill auðvitað vera í liðinu; hann á svo sem öruggt sæti þar sem hann er nr. 1 á heimslistanum.

Aðrir sem hafa tjáð sig um máli eru m.a. Justin Thomas sem líka þráir að vera í Ryder liðinu og taka bikarinn heim til Bandaríkjanna.

Umfjöllun um þetta efni má m.a. sjá á www. golf.com eða með því að SMELLA HÉR: