Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2016 | 10:00

GM: Kvennapúttmóti frestað um viku

Vegna landsleiks Íslands og Króatíu hefur Kvennanefnd GM ákveðið að fresta Kvennapúttinu sem fara átti fram í kvöld um viku.

Fyrsta púttkvöldið verður því þriðjudagskvöldið 26. janúar milli klukkan 19:30 og 21:30.

Kvennapúttið fer fram á þriðjudagskvöldum milli klukkan 19:30 og 21:30 og fer fyrsta púttkvöldið fram þriðjudaginn 26. janúar
Alls verða 10 púttkvöld í vetur, 9 púttmót og 1 kvöld þar sem golfkennari kemur og fer yfir grunnatriðin í púttunum.

Mótsgjald fyrir alla púttmótaröðina (9 skipti) er 2.500 kr og innifalið í mótsgjaldi er kaffi og bakkelsi að loknu móti. Að lokum gilda 4 bestu mótin af 9 í heildarkeppninni.

Hvetjum allar áhugasamar GM konur að vera með frá byrjun og taka þátt í skemmtilegu kvennastarfi í frábærum félagsskap!