Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2016 | 09:00

EvrAsíubikarinn: Evrópa 18 1/2 – Asía 5 1/2 – Lokastaða

Lið Evrópu rótburstaði lið Asíu í EvrAsíubikarnum og má með sanni segja að keppnin í ár, sem byggð er upp með svipuðu sniði og Ryder bikarskeppnin milli liðs Evrópu og Bandaríkjanna, hafi verið lítið spennandi í ár.

Hetjurnar í liði Asíu í tvímenningsleikjunum voru Jeunghun Wang sem náði að halda jöfnu gegn Ross Fisher og KT Kim sem vann sinn leik gegn Austurríkismanninum Bernd Wiesberger 3&2 og svo Íslandsvinurinn Anirban Lahiri frá Indlandi, sem vann sinn leik gegn Shane Lowry 2&1.

Sjá má lokastöðuna í tvímenningsleikjunum með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta lokadags EvrAsíubikarsins með því að SMELLA HÉR: