Haukur Örn Birgisson. President of the Icelandic Golf Union. Photo: golf.is Forseti GSÍ í viðtali Akraborgarinnar: „Framtíðin björt í íslensku golfi.“
Í góðu viðtali þátttarstjórnanda Akraborgarinnar á X-inu við forseta GSÍ, Hauk Örn Birgisson, s.l. mánudag 11. janúar 2016 kom m.a. fram að framtíðin í íslensku golfi væri björt.
Umfjöllunarefni þáttarins var grein stjórnarmanns Golfklúbbs Reykjavíkur, Margeirs Vilhjálmssonar, sem staðhæfði í fyrirsögn á Kylfingi.is deginum áður að Haukur Örn, forseti GSÍ væri að segja af sér vegna skoðana forsetans í Markaðnum, blaði, sem er inni í Fréttablaðinu.
Svo sem flestir, sem koma nálægt golfi, vita var Haukur Örn nýlega endurkjörinn til tveggja ára og staðfestir í viðtali Akraborgarinnar að hann sé auðvitað ekkert að segja af sér – en fyrir þá sem eru ekki í miðju og hringiðu íslensks golfs eru svona rangar fyrirsagnir eins og í grein Margeirs bara villandi.
Margeir var í grein sinni á Kylfingi.is dónalegur, sagði viðtalið í Markaðnum við Hauk Örn „drottningarviðtal“ og líkti Hauki Erni við einræðisherrann Kim Jong Un í Norður-Kóreu. Hann endurtekur leikinn á Kylfingi.is í dag og er miður að hann sé með þessum hætti ítrekað að ráðast á forseta GSÍ og Kylfingur.is láti það viðgangast.
Golf 1, s.s. flestir sem látið hafa í sér heyra út af þessum skrifum eru virkilega ánægðir með störf Hauks Arnar og finnst ómaklega að honum vegið – Sjá m.a. grein Golf 1 s.l. sunnudag SMELLIÐ HÉR: – þeir skilja t.d. ekkert í því hvernig hægt sé að mistúlka skoðanir forseta GSÍ á mun á rekstrargrundvelli golfklúbba á Íslandi s.s. Margeir gerir.
Forseti GSÍ vildi hins vegar lítið tjá sig um orð Margeirs í viðtalinu á Akraborginni, fannst að Margeir yrði bara að hafa þau fyrir sjálfan sig; Sér væri alveg sama hvaða skoðun Margeir hefði á sér og svæfi alveg á nóttunni þó Margeir væri ósáttur við hann eða hans störf.
Það sem forsetanum fannst hins vegar leiðinlegt í skrifum Margeirs, ekki bara í greininni með röngu fyrirsögninni, heldur almennt, var að hann lýsti alltaf ákveðinni bölsýni og einhverju svartnætti framundan í íslensku golfi.
Taka má heils hugar undir með forseta GSÍ að framtíð íslensks golfs er björt og hefir í lengri tíma ekki verið bjartari. Ber þar hæst frábæran árangur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, sem komin er inn á aðra sterkustu kvenmótaröð heims og eins þá staðreynd að aldrei hafa fleiri íslenskir kylfingar verið í bandaríska háskólagolfinu og staðið sig framúrskarandi vel þar – um það getur Golf 1 borið, sem hefir verið með eina öflugustu umfjöllunina um háskólakrakkana okkar og verður henni svo sannarlega fram haldið.
Til þess að hlusta á viðtal við Hauk Örn Birgisson, forseta GSÍ í þættinum Akraborg á X-inu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
