Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2016 | 09:00

PGA: Brandt Snedeker efstur á Sony Open – Hápunktar 2. dags

Það er Brandt Snedeker sem leiðir á Sony Open á Hawaii eftir 2. keppnisdag.

Snedeker er búinn að spila samtals á 12 undir pari 128 höggum (63 65) og hefir 1 höggs forystu á landa sinn Kevin Kisner.

Þriðja sætinu deila 4 kylfingar: gaman að sjá Luke Donald þar (gott að fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Donald) er ekki hættur í golfi, sbr. frétt Golf 1 SMELLIÐ HÉR: );  Zach Johnson, Zac Blair og Chez Reavie, en þeir allir hafa spilað á samtals 10 undir pari, 130 höggum.

Sjá má hápunkta 2. dags á Sony Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á Sony Open eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: