Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 13:00

EvrAsíubikarinn: Evrópa 4,5 – Asía 1,5 e. 1. dag

Í dag hófst í Glenmarie Golf & Country Club, í Kuala Lumpur í Malasíu,  EvrAsíubikarinn, sem er svipaður og Ryder Cup nema það er Lið Evrópu sem á í höggi við Lið Asíu.

Mótið stendur dagana 15.-17. janúar 2016 og lýkur með tvímenningsleikjum sunnudagsins, sem verður spennandi að fylgjast með.

Fyrirliðar eru Darren Clarke fyrir Evrópu og Indverjinn Jeev Milkha Singh stjórnar liði Asíu.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: 

Komast má inn á facebook síðu EvrAsíu bikarsins með því að SMELLA HÉR: