Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 12:30

PGA: Vijay Singh meðal 5 forystumanna á Sony Open – Hápunktar 1. dags

Það eru hvorki fleiri né færri en 5 kylfingar sem leiða eftir 1. dag Sony Open á Hawaii.

Þetta eru þeir Vijay Singh frá Fidji-eyjum og 4 Bandaríkjamenn, þ.e. þeir: Rickie Barnes, Morgan Hoffman, Kevin Kisner og Brandt Snedeker.

Óvanalegt orðið, en gaman að sjá Singh meðal efstu manna á móti sem ekki er öldungamót; en Vijay er orðinn 52 ára og verður 53 ára, 22. febrúar n.k. og hefir því keppnisrétt á Champions Tour þ.e. Öldungamótaröð PGA Tour.

Singh er að spila við sig meira en tvöfalt yngri kylfinga og er samt bestur, sem sýnir enn og aftur hversu frábær íþrótt golfið er!

Sjá má stöðuna á Sony Open e. 1. dag með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta frá 1. degi Sony Open með því að SMELLA HÉR: