Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 11:30

Golfútbúnaður: Ný Manchester United golf lína frá TaylorMade-Adidas

Það er eflaust mörgum sem farið er að hlakka til „leik ársins“ í Enska boltanum milli MU og Liverpool, sem fram fer nú á sunnudaginn, 17. janúar 2016.

Í tilefni þess er e.t.v. rétt að birta þessa frétt, en TaylorMade-Adidas er nýlega búið að setja á markaðinn nýja MU golflínu – sem er bara býsna töff.

Það er lógó MU sem sjá má á ýmsum golfvörum frá TaylorMade-Adidas s.s. golfhönskum, boltum, flatargöflum, golfsokkum og svo því sem er einna vinsælast en það eru street-golfskórnir með MU merkinu.

Sjá mynd hér að neðan: 

MU Adidas golfskórinn

MU Adidas golfskórinn