Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Justin Walters efstur e. 1. dag Joburg Open

Annað mótið á Evróputúrnum á þessu ári, 2016, er einnig haldið í Suður-Afríku en það er Joburg Open.

Leikið er venju samkvæmt á tveimur völlum: Austur- og Vesturvelli.

Eftir 1. dag er það heimamaðurinn, Justin Walters, sem vermir efsta sætið.

Walters lék á 7 undir pari, 65 höggum.

Walters á aðeins 1 högg á hóp 6 kylfinga sem allir deila 2. sætinu en það eru: Anthony Wall og David Howell frá Englandi, Michael Jonzon og Johan Carlsson frá Svíþjóð, Mark Williams frá Zimbabwe og heimamaðurinn og Íslandsvinurinn Haydn Porteous. Þeir léku allir á 66 höggum.

Sjá má stöðuna á Joburg Open með því að SMELLA HÉR: