Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2016 | 20:30

Ian Poulter henti „40 ára afmælisgjöf“ frá Darren Clarke frá sér – reiður

Ryder Cup stjarnan Ian Poulter varð 40 ára nú um daginn ef það skyldi nú hafa farið framhjá einhverjum lesenda Golf 1 – Hann var afmæliskylfingur þann dag ásamt Andreu Ásgrímsdóttur, klúbbmeistara kvenna í GO 4. árið í röð, en þau bæði eiga sama afmælisdag.

Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Poulter er s.s. allir vita mikill Arsenal aðdáandi.

Svo fær hann mjúkan pakka frá Clarke – sem voru fyrstu vonbrigðin … en síðan versnaði nú heldur betur í stöðunni þegar upp úr pakkaræksninu kom Tottenham-bolur.

Poulter henti honum frá sér reiður og ekki heyrist betur en hann segi: „F… off!!!“ í leiðinni.

Sjá má myndskeið af atvikinu með því að SMELLA HÉR: