Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2016 | 07:00

Fyrrum eiginkona Daly handtekin

Ein af  eiginkonum kylfingsins John DalySherrie Miller Daly, var handtekin í gær í Tennessee.

Sherrie og John ásamt þrætueplinu, sonur þeirra sem nú er orðinn 16 ára

Sherrie og John ásamt þrætueplinu, syni þeirra, sem nú er orðinn 16 ára

Hún hefir oft komist í kast við lögin mestmegnis í tengslum við forræðisdeilu hennar og Daly, um son þeirra, sem nú er orðinn 16 ára.

Fjölmiðlar vestra hafa í gegnum tíðina birt myndir af henni handtekinni (ens.: mugshot) og velt fyrir sér hver þeirra sé fallegust.

Tryggingarfé nú hefir verið sett $1 milljón, en það sem Sherrie er nú gefið að sök er brot á umgengnisrétti og skilorði.

Brot hennar skv. Shelby County Sheriff’s Office er aðallega það að hafa náð í son sinn í menntaskóla (Germantown High School) og hafa ekki skilað honum til John Daly, sem fer einn með forræði stráksins.

Sumir fjölmiðlar sögðu þetta nú ekki til fyrirmyndar hins væri væri myndin af henni handtekinni (sem fylgir fréttinni) ein af þeim betri!