Harold Horsefall Hilton
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2016 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Harold Horsefall Hilton – 12. janúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Harold heitni Horsefall Hilton, en hann fæddist í dag, fyrir 147 árum, 1869 og dó 5. mars 1942. Hann varð 2. áhugamaðurinn til þess að sigra Opna breska. Golf 1 var stuttu eftir að golfvefurinn fór í loftið með greinaröð um kylfinga 19. aldar. Hér má rifja upp greinina um afmæliskylfinginn: HAROLD HORSEFALL HILTON

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Patty Hayes, 12. janúar 1955 (61 árs); Craig Parry, 12. janúar 1966 (ástralski túrinn – 50 ára stórafmæli!!!); Eiríkur Svanur Sigfússon, GK, (49 ára); Sigríður Jóhannsdóttir (47 ára); Berglind Richardsdóttir (43 ára); Davíð Viðarsson (37 ára) ….. og ….. Félag Um Jákvæða Sálfræði (26 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is