Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2016 | 09:45

Hver er kylfingurinn: Brandon Stone?

Fremur óþekkt nafn í golfheiminum, Brandon Stone, sigraði á einu elsta og virtasta golfmóti heims, sem fram fór um helgina BMW SA Open.

Hver er kylfingurinn gætu sumir spurt sig?

Brandon Stone er fæddur 20. apríl 1993 í Rustenburg í Suður-Afríku og á því sama afmælisdag og Beta Bretlandsdrotning.

Stone er því aðeins 22 ára, eins og svo margir golfsnillingar í dag (nægir að nefna Jordan Spieth).

Stone vann mörg áhugamannamot í Suður-Afríku og spilaði í liði Suður-Afríku í Eisenhower Trophy 2012.

Stone var líka 1 ár í bandaríska háskólagolfinu en þar spilaði hann með skólaliði University of Texas, og vann þrívegis einstaklingstitla áður en hann gerðist atvinnumaður 2013.

Stone hefir spilað á Sólskinstúrnum suður-afríska, á Challenge Tour, og Evróoputúrnum.

Besti árangur hans til þessa á Sólskinstúrnum var sigur hans á Lion of Africa Cape Town Open, árið 2015. Á Áskorendamótaröðinni varð hann tvívegis í 2. sæti á síðasta ári, 2015,  þ.e. á  Barclays Kenya Open og GANT Open.

Fram að sigrinum í gær var besti árangur Stone á Evróputúrnum T-7 árangur á Madeira Islands Open – Portugal – BPI, einnig í fyrra, 2015.

Við eigum eflaust eftir að sjá mikið af þessum unga kylfingi, sem eins og svo margir jafnaldrar hans eru að sigra golfheiminn um þessar mundir með frábærum leik sínum!