Kínverjar í London
Yfirvöld í London hafa á undanförnum árum verið að smjaðra fyrir kínverskum fjárfestum, svo þeir fjárfesti nú í golfvöllum á Englandi.
Og það hefir gengið eftir. T.a.m. eru Kínverjar eigendur að Wentworth vellinum í Surrey og félagsgjöld eru orðin svo há í klúbbnum að venjulegir félagsmenn hafa einfaldlega ekki ráð á að vera í klúbbnum.
Honum hefir verið breytt og stendur enn til að breyta honum í leikvöll hinna últra-ríku, sem hefir að sjálfsögðu valdið deilum.
Svo mjög að utanríkisráðherra Breta Philip Hammond, en Surrey er kjördæmi hans, hefir skipt sér af málinu svo og sendiráð Kínverja í London.
Það sem um ræðir og verið er að rífast um er krafa kínversku eigendanna um að félagsmenn greiði 100.000 pund fyrir að fá að halda áfram að vera félagsmenn í klúbbnum og eins hafa árgjöldin tvöfaldast í 16.000 pund.
„Persónuleg tilfinning mín er að þeir vilji ekki hafa okkur í klúbbnum,“ sagði Michael Fleming,tannlæknir og félagi í Wentworth í yfir 28 ár og hefir ný látið af störfum sem formaður klúbbsins. „Fyrir marga félagsmenn hefir klúbburinn verið miðpunktur félagslífs þeirra.“
Nýju klúbbeigendurnir hyggjast nota 20 milljónir punda til þess að bæta aðstöðuna og á að verja 10 milljónum af þeirri fjárhæð á næstu 2 árum, með það að markmiði að Wentworth verði aðal einka og country klúbburinn á heimsvísu eða eins og segir á ensku: „the world’s premier private golf and country club“.
Eigendurnir létu frá sér fara fréttatilkynningu á Reuters þar sem sagði m.a.: „Við erum okkur fyllilega meðvituð um mikilvægt hlutverk klúbbsins í samfélaginu og við vitum að í honum hafa fjöldi vináttusambanda stofnast. Við viljum gjarnan að svo verði áfram.“
Wentworth er þekkt fyrir fallegt klúbbhús sitt og eins vegna þess að Ryder bikarskeppnin hefir farið fram þar og árlega fer þar fram BMW PGA Championship á Evróputúrnum.
Í klúbbnum eru 4500 félagsmenn sem flestir búa á staðnum og eru auðugir.
„EINS OG LÍKHÚS“
Fleming sagðist búast við að 90% félagsmanna myndu yfirgefa klúbbinn ef plönum miðaði s.s horfði í apríl 2017 og stór hluti félagsmanna hefir þegar yfirgefið klúbbinn sinn.
Einn félagsmaður sem búinn var að vera í klúbbnum í 18 ár og kaus nafnleynd, sagði að Wentworth væri nú þegar mikill lúxus á mælikvarða flest alls fólks og hann næði bara ekki hvað Kínverjarnir væru að sækjast efitr.
„Ef þeir vilja hafa félagsaðildina einka- þá verður klúbburinn eins og líkhús. Það verður enginn hér. Einn af grundvallar þáttum almennilegs klúbbs er að alltaf er e-hv um að vera þar,“ sagði hann.
Í s.l. mánuði, í desember 2015 afhenti Fleming kínverska sendiráðinu í London undirskriftarlista 500 félaga í Wentworth
Í opinberu svari í fréttatilkynningu sem send var Reuters sagði starfsmaður sendiráðsins Jin Xu að eignarhaldsfyrirtæki kínversku eigenda Wentworht „hefðu þegar hasslað sér völl sem ábyrgir fjárfestar í Bretlandi,“ og að „forsvarsmenn þess fyrirtækis hafi fullyrt við hann að plön þeirra varðandi Wentwort myndu þjóna langtímahagsmunum félagsmanna og samfélagsins.“
HLUTI AF SÖGU BRETLANDS SELDUR
Í Kína hefir golf verið litið hornauga, sem íþrótt ríkra Vesturlandabúa og í október s.l. bannaði kommúnistaflokkurinn kínverski 88 milljónu að spila golf.
Þetta hefir leitt til getgáta og kenninga meðal Wentworth félaganna hvort plön eignarhaldsfyrirtækis Kínverjanna fyrir klúbbinn sé að búa til „leynistað“ fyrir þá sem gegna þurfa störfum fyrir kínverska ríkið erlendis til þess að slaka á og njóta golfs í næði á ferðalögum þeirra.
Wentworth er aðeins hluti þeirra eigna sem ríkir kínverskir fjárfestar eru að sölsa undir sig í Bretlandi og eru margir áhyggjufullir hversu stór hluti Englands er seldur þeim – finnst mörgum sem verið sé að selja part af sögu Bretlands, þegar jafnsögufrægir klúbbar og Wentwoth eru boðnir hæstgreiðanda.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
