Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2016 | 16:00

GM: Heiða Guðnadóttir og Kristján Þór Einarsson tilnefnd til Íþróttamanns Mosfellsbæjar

Kylfingar ársins hjá GM, þau Heiða Guðnadóttir og Kristján Þór Einarsson, eru tilnefnd til íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar.

Íbúar í Mosfellsbæ geta tekið þátt í kjörinu á heimasíðu Mosfellsbæjar, mos.is. Nánari upplýsingar má sjá með því að smella á meðfylgjandi tengil.

Heiða Guðnadóttir átti gott ár en hún varð Íslandsmeistari í holukeppni eftir glæsilegan sigur á atvinnukylfingnum Ólafíu Þórunni í úrslitaleik.

Kristján Þór lék einnig vel í sumar en Kristján sigraði í einstaklingskeppninni á Smáþjóðaleikunum auk þess að sigra á Eimskipsmótaröðinni á heimavelli.

Íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til þess að taka þátt í kjörinu á íþróttamanni og íþróttakonu Mosfellsbæjar með því að

SMELLA HÉR: