Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2016 | 07:45

PGA: Spieth leiðir á TOC e. 2. dag

Jordan Spieth leiðir á Hyundai Tournament of Champions, nú þegar mótið er hálfnað, en það fer venju skv. fram á Kapalua, Hawaii.

Staða efstu manna er eftirfarandi e. 2 hringi: Spieth (-16), Kisner (-12), Gomez (-12), Reed, Fowler (-10), Bowditch (-10)

Spieth er því með 4 högga glæsilega forystu á þá tvo sem næstir koma Kisner og Gomez.

Hann er að keppast við að sigra 7. PGA Tour titil sinn og þann 8. á heimsvísu á aðeins 14 mánuðum, allt frá því að hann sigraði á Australian Open 2014.  Ef Spieth sigrar verður það fyrsti sigur hans frá því að hann sigraði Tour Championship á East Lake í september á síðasta ári.  Ef Spieth stendur uppi sem sigurvegari á sunnudaginn verður hann í öðru sæti ásamt Tiger á lista yfir þá sem sigrað hafa flesta titla á PGA Tour fyrir 23 ára afmælisdaginn.  Horton Smith á metið en hann var búinn að vinna 14 mót fyrir 23 ára afmælisdaginn.  Og Spieth hefir nægan tíma að fara fram úr Tiger, en e.t.v. erfiðara að slá met Smith, þó það væri hægt – Spieth á afmæli 27. júlí.

Sjá má stöðuna á Hyundai TOC með því að SMELLA HÉR: