Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2016 | 07:00

Evróputúrinn: BMW SA Open hefst á morgun!

Evrópumótaröðin stendur fyrir 200. samstarfsverkefni sínu í þessari viku þegar hún ásamt Sólskinstúrnum suður-afríska standa að The BMW SA Open sem fram fer í bænum Ekurhuleni í Suður-Afríku.

Fyrsta samstarfverkefni mótaraðanna beggja var fyrir 21 ári þegar Ernie Els sigraði í South African PGA Championship árið 1995.

Átta fyrrum sigurvegarar SA Open þ.á.m. Ernie Els og sá sem á titil að verja í ár, þ.e. Andy Sullivan munu tía upp á morgun í Glendower Golf Club, í Johannesarborg.

Sullivan sigraði þann sem mest var spáð sigri, Charl Schwartzwl, fyrir 42 mánuðum þegar hann vann upp 4 högg á 5 lokaholunum og fór í bráðabana sem hann síðan vann á 1. holu.

Þetta var byrjunin á frábæru leiktímabili hjá Sullivan, 28 ára, sem síðan þá hefir líka sigrað á Joburg Open og the Portugal Masters.

Sullivan vonast til að verða fyrsti kylfingurinn til að verja titil sinn á SA Open, frá því að  Trevor Immelman tókst það 2003-04.

The SA Open er næstelsta mót í heimi á eftir Opna breska, en fyrta mótið fór fram 1893.

Margir gríðarsterkir kylfingar taka þátt nú í ár m.a. Retief Goosen, Hennie Otto, Richard Sterne, Trevor Dodds , Morten Ørum MadsenLee Slattery, Gary Stal, Grégory Bourdy, Sebastien Gros , Thomas Linard og Charl Schwartzel.