Evróputúrinn: BMW SA Open hefst á morgun!
Evrópumótaröðin stendur fyrir 200. samstarfsverkefni sínu í þessari viku þegar hún ásamt Sólskinstúrnum suður-afríska standa að The BMW SA Open sem fram fer í bænum Ekurhuleni í Suður-Afríku.
Fyrsta samstarfverkefni mótaraðanna beggja var fyrir 21 ári þegar Ernie Els sigraði í South African PGA Championship árið 1995.
Átta fyrrum sigurvegarar SA Open þ.á.m. Ernie Els og sá sem á titil að verja í ár, þ.e. Andy Sullivan munu tía upp á morgun í Glendower Golf Club, í Johannesarborg.
Sullivan sigraði þann sem mest var spáð sigri, Charl Schwartzwl, fyrir 42 mánuðum þegar hann vann upp 4 högg á 5 lokaholunum og fór í bráðabana sem hann síðan vann á 1. holu.
Þetta var byrjunin á frábæru leiktímabili hjá Sullivan, 28 ára, sem síðan þá hefir líka sigrað á Joburg Open og the Portugal Masters.
Sullivan vonast til að verða fyrsti kylfingurinn til að verja titil sinn á SA Open, frá því að Trevor Immelman tókst það 2003-04.
The SA Open er næstelsta mót í heimi á eftir Opna breska, en fyrta mótið fór fram 1893.
Margir gríðarsterkir kylfingar taka þátt nú í ár m.a. Retief Goosen, Hennie Otto, Richard Sterne, Trevor Dodds , Morten Ørum Madsen, Lee Slattery, Gary Stal, Grégory Bourdy, Sebastien Gros , Thomas Linard og Charl Schwartzel.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
