Miguel Angel Jiménez
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2016 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Miguel Ángel Jiménez – 5. janúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er enginn annar en „vélvirkinn“, spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez.

Jiménez er fæddur 5. janúar 1964 í Malaga á Spáni og á því 52 ára afmæli í dag!!! Hann var kvæntur Monserrat Ramirez (frá árinu 1991) en þau skildu. Jiménez og Ramirez eiga tvo stráka, Miguel Ángel fæddan 1995 og Victor fæddan 1999.

Miguel Angel JImenez og eiginkona hans Monserat Bravo Ramirez meðan allt lék í lyndi á Ryder Cup 2008 í Louisville, Kentucky.

Miguel Angel JImenez og eiginkona hans Monserat Bravo Ramirez meðan allt lék í lyndi á Ryder Cup 2008 í Louisville, Kentucky.

Í maí 2014 kvæntist Jiménez Susönnu Styblo (Sjá mynd hér að neðan):

Miguel Angel JImenez ásamt eiginkonu sinn Súsönnu

Jimenéz hefur verið uppnefndur “vélvirkinn” (The Mechanic), vegna ástríðu hans að gera við fremur en keyra rándýra bíla, sérstaklega rauða Ferrari bílinn, sem hann á.

Jimenéz gerðist atvinnumaður 1983 en spilaði fyrst á Evróputúrnum árið 1988 og tók stöðugum framförum næstu keppnistímabil.

Hans fyrsti sigur var árið 1992, þegar hann vann Piaget Belgian Open. Alls hefir Jiménez sigrað 19 sinnum á Evrópumótaröðinni.

Ferill hans hefir verið fremur skrikkjóttur en hann á þó 5 e.t.v. 6 megintímabil árangurs (ef 2012-2013 teljast eitt tímabilanna,).

Miguel Angel JIménez

Miguel Angel JIménez

1, Árið 1994 varð hann í 5. sæti á European Tour Order of Merit.

2, Eftir nokkuð slæm tímabil kom hann aftur sterkur inn árin 1998 og 1999 og var í 4. sæti á Order of Merit tvö samfelld ár og sigraði á 4 mótum þ.á.m. hið virta Volvo Masters-mót. Árið 1999 varð hann einnig í 2. sæti á WGC-American Express Championship, sem er eitt af World Golf Championships og tók í fyrsta sinn þátt í liði Evrópu, sem keppti um Ryder bikarinn.

3. Árið 2004 er besta tímabilið á ferli Jimenéz, en það ár fór hann aftur í 4. sæti á evrópska Order of Merit. Árið 2004 vann hann 5 mót á Evróputúrnum, meir en nokkur annar kylfingur það ár.

Hann hélt áfram sigurgöngu sinni árið 2005, þegar hann vann Omega Hong Kong Open, sem var hluti Evrópumótaraðarinnar og Celtic Manor Wales Open.

Jimenéz hefur gengið vel í liðakeppnum í golfíþróttinni, en hann var í liði Evrópu og Spánar þegar Evrópubúar sigruðu Alfred Dunhill bikarinn 1999 og 2000; Seve bikarinn 2000 og Ryder bikarinn 2004. Jiménez var m.a. einn af 4 varafyrirliðum liðs Evrópu í Ryder bikarnum 2012, þ.e. nú í september s.l. í „Kraftaverkinu í Medinah.“

Árið 2005 vann Miguel Ángel Jimenéz tvímenning í golf ásamt Andrés Jimenéz á La Cala golfvellinum í Andalucia á Spáni.

4. Á árinu 2008 var loks enn eitt góða tímabilið í golflífi Jimenéz, er hann sigraði tvívegis og öðlaðist þar með þátttökurétt í liði Evrópu um Ryder bikarinn 2008. Það ár varð hann í 4. sæti á Order of Merit.

5. Árið 2010 var Jiménez sérlega gott, en hann sigraði þá þrívegis á Evrópumótaröðinni og er það besta tímabil hans að árinu 2004 undanskildu. Það byrjaði 7. febrúar á því að Jiménez sigraði Englendinginn Lee Westwood í bráðabana á Omega Dubai Desert Classic-mótinu og vann sér þar með inn 50.000.000 króna í verðlaunafé. Í kjölfarið fylgdu 2 aðrir sigrar á árinu: á Alsom Open de France 4. júlí 2010 og Omega European Masters, 5. september 2010.

6. Þann 18. nóvember 2012 sló Jiménez aldursmet þegar hann varð elsti kylfingurinn til þess að sigra á Evrópumótaröðinni, 48 ára, 10 mánaða og 13 daga gamall. Mótið sem hann vann var UBS Hong Kong Open.

7. Hann endurtók leikinn á síðasta ári, 2013 þ.e. varði titil sinn á UBS Hong Kong Open og sló eigið aldursmet frá árinu áður þ.e. var 49 ára, 11 mánaða og 3 daga gamall þegar hann sigraði í mótinu!

 

Aldursforsetinn á Evróputúrnum - Jimenez

Aldursforsetinn á Evróputúrnum – Jimenez

Að lokum mætti geta þess að Jimenéz hefir verið meðal 20 efstu á lista yfir bestu kylfinga heims, Official World Golf Rankings. Í dag (árslok 2015) er hann nr. 92 á heimslistanum.

Árið 2014 var Jiménez m.a. fyrirliði liðs Evrópu í EurAsia Cup og var þráfaldlega verið orðaður við að vera mögulegur fyrirliði í Rydernum 2016 í Bandaríkjunum, þótt það hafi orðið hlutskipti Darren Clarke að þessu sinni.

Ofangreind grein greinarhöfundar hefir áður birtst á iGolf kl. 20:33 þann 9. febrúar 2010 og birtist hér að nýju örlítið breytt og uppfærð.

Heimild: Wikipedia

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kim Arason Mortensen, 5. janúar 1960 (56 ára);  Анатолий Березин 5. janúar 1967 (49 ára); Kristmundur Guðjón, 5. janúar 1967 (49 ára); Shaun Carl Micheel, 5. janúar 1969 (47 ára); Katrín Dögg Hilmarsdóttir, 5. janúar 1982 (34 ára);  Peter Erofejeff, 5. janúar 1983 (33 ára) Shasta Averyhart, 5. janúar 1986 (30 ára stórafmæli!!!); Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, 5. janúar 1999 (17 ára) ….. og ….. Nýlistasafnið Í Reykjavík (38 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is