Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2016 | 07:30

Evróputúrinn: Töfrahögg Lowry valið högg ársins!

Það var töfra-fleygjárnshögg Shane Lowry, á WGC Bridgestone Invitational, sem valið var högg ársins 2015 á Evrópumótaröðinni. Sjá má höggið góða með því að SMELLA HÉR: 

Það voru áhangendur My European Tour sem völdu höggið á netinu í sl. mánuði og næstum 1/4 allra atkvæða féll höggi Lowry í vil, en höggið góða var slegið í Firestone Country Club.

Lowry sem keppti m.a. móti nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy í mótinu sem og Miguel Ángel Jiménez og Patrick Reed stóð uppi sem sigurvegari í lokinn.

Það er gríðarlegur heiður að bera sigur af hólmi í valinu á höggi ársins á Evrópumótaröðinni,“ sagði Lowry við fréttamenn. „Þakkir til allra sem greiddu atkvæði. Ég hlakka til annars frábærs keppnistímabils árið 2016. Get ekki beðið að komast aftur í keppnisgolf í næstu viku í Malasíu þegar ég er í liði Evrópu í EvrAsíu bikarnum.“

Þetta var reyndar ansi hryllileg lega,“ sagði Lowry um legu boltans sem hann sló höggið góða úr.

Hann (boltinn) var í holu. Það var næstum eins og einhver hefði staðið á honum, en þetta var þar sem áhorfendur gengu um. Og ég bara sagði við Dermot (kylfusvein): „Ég reyna að slá með sandjárni og bara reyni að fá hann fyrir framan flöt.  Ég pullaði svolítið og lágt og hann (boltinn) fór í tré.“

Afgangurinn er bara (hluti) golfsögunnar.“