Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2016 | 11:45

Poulter sýnir nýja Ferrari 458 Speciale Aperta bílinn sinn

Enski kylfingurinn Ian Poulter, sem orðinn er 39 ára hefir enn ótrúlegan áhuga á bílum og ekki hvaða bílum sem er heldur Ferrari.

Og hann á líka orðið býsna gott safn Ferrari bíla, s.s. sjá má af mynd hér að neðan:

Ferrari bílar Ian Poulter - rauði liturinn í uppáhaldi

Ferrari bílar Ian Poulter – rauði liturinn í uppáhaldi

Og nú hefir enn einn Ferrari bifreiðin bættst í safnið – meðan að aðrir eiga í vandræðum að borga reikninga s.l. jóla – þá er Poulter að bæta 6. Ferrari bifreið sinni við í safnið.  Bíllinn kostar lítil 200.000 pund en þá upphæð má margfalda með 200 til þess að fá verðið í ísl. krónum eða 40.000.000

Sá Ferrari ber nafnið Ferrari 458 Speciale Aperta og má sjá Poulter monta af nýja bílnum á félagsmiðlunum, þ.e. Instagram, með því að SMELLA HÉR: