Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2016 | 09:00

Vinsælasta golffréttaefni Golf 1 á árinu 2015 (1/3)

Það voru um 2700 greinar skrifaðar á árinu 2015 á Golf 1. Það gerir að meðaltali u.þ.b. 7 skrifaðar greinar um golf hvern einasta dag ársins.

Þegar litið er á topp 1 % skrifaðra greina þ.e. 27 mest lesnu greinar á Golf 1 árið 2015 kemur m.a. eftirfarandi í ljós:
* Tvær mest lesnu greinarnar á Golf 1 eru um kvenkylfinga.
* Toppgreinarnar eru um skólasysturnar og fyrrum liðsfélaga úr Wake Forest golfliðinu Cheyenne Woods og Ólafíu Þórunni, en Woods er frænka Tiger s.s. allir vita og spilar á LPGA og Ólafía Þórunn spilar á LET.
* Meirihluti lesenda Golf 1 eru karlmenn eða 60%, sem sýnir að þeir sýna kvennagolfi ekki síður áhuga.
* Toppgreinin er kynning á kvenkylfingi – en Golf 1 skrifar einn golfvefa slíkar kynningar – reyndar bæði um karl- og kvenkylfinga og ánægjulegt að viðleitnin sé metin af lesendum
* Af 27 toppgreinunum á Golf 1 árið 2015 eru meirihlutinn eða 16 greinar um golf á Íslandi eða íslenska kylfinga og greinilegt að lesendur kunna að meta skrif um íslenskt golf; 9 greinar eru erlendar og 2 hlutlausar þ.e. um golf almennt.
*Af topp-10 greinum á Golf 1 árið 2015 er sú sem vinsælust er um erlendan kylfing en meirihluti greina eða 5 greinar um íslenska kylfinga eða íslenskt efni og aðeins 1 grein er hlutlaus, þ.e. um golf almennt
*Meðal topp-27 greina á Golf 1 árið 2015 er stór hluti eða nánast 20% um krakkana okkar í bandaríska háskólagolfinu enda Golf 1 eini golffréttavefurinn sem hefir verið að sinna háskólakylfingunum okkar að einhverju ráði.

Vinsælustu 27 greinarnar á Golf 1 árið 2015 eru eftirfarandi (smellið á hlekkina til þess að komast inn á greinarnar): 
1 Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Cheyenne Woods (35/45)    
2 Ólafía Þórunn: „Þetta var rosalegt“
3 Takið þátt í rannsóknarverkefni um golf!
4 Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór sigraði á Red Wolves Intercollegiate!!!   
5 Keegan Bradley grínast með hvað Luke Donald er stuttur af teig
6 PGA: DJ rekinn eftir fall á lyfjaprófi  
7 Svindlaði ZJ á Opna breska?    
8 GK: Fjölmennið á styrktarmót kvennanefndar 
9 GSG: Árni Þór Freysteinsson sigraði í fyrsta mótinu á Kirkjubólsvelli 2015

Aðrir 18 hlekkir inn á samtals 27 greinarnar, verðir birtir í 2 öðrum greinum sem fylgja hér á eftir.