Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2016 | 22:30

Fannar Ingi sigraði á sterku unglingamóti í Bandaríkjunum

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis sigraði á sterku unglingamóti sem fram fór á Palm Springs golfvallasvæðinu í Bandaríkjunum, dagana 2.-3. janúar 2016,  The Junior Honda Classic.

Fannar, sem er 17 ára gamall, lék hringina tvo á 147 höggum eða +3 (72-75) og sigraði hann með minnsta mun.

Alls tóku 40 keppendur þátt í þessu móti sem fram fór á hinum glæsilega PGA National sem hannaður var af Tom og George Fazio.

Árið 1990 endurhannaði Jack Nicklaus völlinn sem er notaður á PGA mótaröðinni þegar Honda meistaramótið fer þar fram.

Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Glæsileg byrjun á árinu 2016 hjá Fannari Inga og óskar Golf 1 honum innilega til hamingju með frábæran árangur!!!

Heimild: golf.is