Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Céline Herbin (6/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Verða þær allar kynntar og byrjað á þeim 7 sem voru svo heppnar að hljóta einhvern þátttökurétt á þessari sterkustu kvengolfmótaröð í heiminum þ.e. þeim Paz Echeverria frá Chile; Hönnuh Collier frá Bandaríkjunum; Jean Reynolds frá Bandaríkjunum; Ginger Howard frá Bandaríkjunum; Jaclyn Jansen frá Bandaríkjunum; Céline Herbin frá Frakklandi og Chie Arimura frá Japan.

Þessar heppu 7 stúlkur urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; en væntanlega hamingjusamar með að hljóta spilarétt. Þær rétt sluppu inn.

Hér verður Céline Herbin kynnt, en áður hafa Jaclyn Jansen, Hannah Collier, Ginger Howard og Jean Reynolds frá Bandaríkjunum og Paz Echeverria frá Chile verið kynntar.

Celine Herbin

Celine Herbin

Celine Herbin er dóttir Michel og Claudine Herbin . Hún fæddist 30. október 1982 í Avranches, Frakklandi, og er því 33 ára.

Herbin byrjaði að spila golf 15 og 1/2 árs sem er fremur seint af atvinnukylfingi að vera í dag.

Herbin segir að þeir sem mest áhrif hafi haft á feril hennar sé þjálfari hennar, en þjálfun hennar var slík að hún komst inn á bestu kvenmótaröð heims í 1. tilraun. Nýliðaár hennar á LPGA er nú í ár 2015.

Herbin var 1 ár við nám í Bucknell University sem skiptinemi og spilaði það ár með háskólaliðinu í bandaríska háskólagolfinu.

Árið 2004 sigraði hún sem áhugamaður á Georgetown Invitational. Árið 2012 gerðist Herbin atvinnumaður.

Á árunum 2012-2014 var Herbin á Evrópumótaröð kvenna, sem hún spilar reyndar enn á, en hún vann sér fyrst inn takmarkaðan spilarétt á LPGA í Q-school 2014 og lék því í nokkrum LPGA mótum 2015.

Besti árangur Herbin 2015 var þó á heimavelli á LET móti þ.e. á Lacoste Open sem hún sigraði í, en sjá má frétt Golf 1 þess efnis með því að SMELLA HÉR: